Friðrik Ingi: "Njarðvík á mig ekki“ Tómas Þór Þórðarson. skrifar 8. febrúar 2017 19:00 Friðrik Ingi Rúnarsson vísir „Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
„Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55