Friðrik Ingi: "Njarðvík á mig ekki“ Tómas Þór Þórðarson. skrifar 8. febrúar 2017 19:00 Friðrik Ingi Rúnarsson vísir „Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
„Ég hef sótbölvað Keflvíkingum og þeir vita það,“ segir nýráðinn þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild karla, Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson. Friðrik Ingi hefur verið tæpt ár frá Dominos-deildinni eftir að hann var látinn fara frá uppeldisfélaginu sínu Njarðvík síðasta vor. Hann tekur við starfinu hjá Keflavík af Hirti Harðarsyni sem verður honum til aðstoðar. Hann sagðist aldrei vera hættur í þjálfun en bjóst ekki við að snúa aftur fyrr en eftir tímabilið. „Ég vonaðist eftir því að fá tækifæri með sumrinu þannig að þetta var ekki þannig að ég lá með vúdúnálar í vetur. Það var ekki æskilegasta staðan að taka við núna en mér fannst þetta vera spennandi. Keflavíkurliðið er búið að vera ákveðið jójó en það er ákveðinn andi þarna eins og við vitum þannig ég var bara spenntur,“ segir Friðrik Ingi við íþróttadeild. Leikmenn úr Njarðvík hafa flykkst yfir til Keflavíkur undanfarin misseri og nú er einn sögufrægasti þjálfari þeirra grænu mættur í Sláturhúsið. Er rígurinn smám saman að minnka? „Rígurinn verður held ég alltaf til staðar. Ég hef margoft í gegnum tíðina sótbölvað Keflvíkingingum og þeir vita það. Ég held að Keflvíkingarnir séu einmitt að fá mig því þeir vita að ég er keppnismaður og er andans maður. Ég hef ástríðu fyrir körfubolta. Ég hef gert körfubolta að mínu ævistarfi eða eitthvað sem honum tengist. Njarðvík á mig ekki og menn hafa verið að fara á milli félaga þannig þetta er bara galopin bók,“ segir hann. Líklegt er að Friðrik Ingi mæti ekki Njarðvík sem þjálfari Keflavík í Ljónagryfjunni fyrr en á næsta tímabili en hvernig býst hann við að sú stund verði? „Ef ég rata réttu megin þá held ég að ég verði bara andskoti góður,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. Kvöldfrétt Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en hér að neðan má sjá allt viðtalið við Friðrik Inga Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Friðrik Ingi tekinn við Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson var nú í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta. 7. febrúar 2017 19:55