Fótbolti

Metárangur Íslands staðfestur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland er í hópi 20 bestu knattspyrnulandsliða heims.
Ísland er í hópi 20 bestu knattspyrnulandsliða heims. vísir/anton
Ísland er í 20. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í dag.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Ísland myndi vera í 20. sæti á nýjum lista en það var miðað við útreikninga tölfræðingsins Mister Chip á Twitter.

Sjá einnig: Enn hækkar Ísland á styrkleikalista FIFA

Þetta er svo staðfest á nýjum lista og hefur Ísland aldrei fyrr verið meðal 20 efstu þjóða á listanum. Strákarnir okkar hafa verið í 21. sætinu síðan í október.

Ísland lék í nótt æfingaleik gegn Mexíkó og tapaði honum, 1-0.

Sjá einnig: Strákarnir töpuðu fyrir Mexíkó | Sjáðu markið

Ísland er ekki eina landið sem náði sínum besta árangri frá upphafi á listanum sem birtur var í dag. Hið sama má segja um Pólland (14. sæti), Perú (18. sæti), Kongó (37. sæti) og Curacao (73. sæti).

Engar breytingar eru á efstu tíu þjóðunum á listanum og er Argentína enn í efsta sæti. Brasilía og Þýskaland koma næst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×