Erlent

Hollande fundaði með leiðtoga FARC

atli ísleifsson skrifar
Juan Manuel Santos, forseti Kólombíu og Francois Hollande Frakklandsforseti.
Juan Manuel Santos, forseti Kólombíu og Francois Hollande Frakklandsforseti. Vísir/AFP
Francois Hollande Frakklandsforseti hitti í gær leiðtoga uppreisnarhópsins FARC í Kólumbíu.

Forsetinn ferðaðist um langan veg inn í frumskóginn í vesturhluta landsins ásamt Juan Manuel Santos, forseta Kólombíu, til að hitta leiðtogana.

Á fundi þeirra lofaði Hollande aðstoð frá Frökkum við að eyða jarðsprengjum í landinu og aðstoða við leit að horfnu fólki eftir hina blóðugu borgarastyrjöld sem staðið hafði um áratugaskeið áður en friðarsamningar náðust.

Í frétt BBC segir að Evrópusambandið hafi stutt dyggilega við friðarviðræðurnar á síðustu árum og þá sérstaklega Frakkar.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×