Var í sýndarveruleika í átta tíma á dag Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. janúar 2017 11:30 Baldur Helgason fékk þann heiður að starfa að nýju sýndarveruleikaforriti frá Google. Vísir/Hanna „Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum. Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
„Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum.
Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”