Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. janúar 2017 23:30 Ómar Ragnarsson er ætíð tilbúinn. Vísir/GVA Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira