Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. janúar 2017 23:30 Ómar Ragnarsson er ætíð tilbúinn. Vísir/GVA Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira