Ómar Ragnarsson: „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga'“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. janúar 2017 23:30 Ómar Ragnarsson er ætíð tilbúinn. Vísir/GVA Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram. Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Í hverju horni má heyra fólk spá og spekúlera hvenær Katla muni gjósa því hún sé svo sannarlega komin á tíma. Reglulega koma fréttir um skjálftavirkni í grennd við Kötlu og landinn setur sig í stellingar. Einn þeirra sem bíður óþreyjufullur eftir því að Katla gjósi er einn ástsælasti fréttamaður og skemmtikraftur þjóðarinnar, Ómar Ragnarsson. „Ég er eiginlega sonur Kötlu,“ segir Ómar þegar blaðamaður byrjar að spjalla við hann um komandi Kötlugos og vitnar svo í ættartengsl sín við nálæga staði og ömmu sína og afa sem þekktu vel til máttar Kötlu. Ómar segir að hann sé alltaf í viðbragðsstöðu. Hann stefnir á að vera fyrstur á vettvang þegar Katla byrjar að gjósa og nefnir hann að þetta sé eiginlega í fyrsta skipti sem hún hreyfi sig almennilega núna undanfarið.Kötlubílarnir svonefndu eru misstórir eftir aðstæðum hverju sinni. Sá elsti og stærsti er fremstur á myndinni, Range Rover árg. 1973. Aftasti bíllinn er í eigu Ómars og hefur verið notaður á norðurhálendinu, Rússajeppi GAZ 69, árg. 1966.vísir/ómarÞrír Kötlubílar „Ég er alltaf tilbúinn til ferðar, annað hvort fljúgandi eða á jöklabíl, hvert sem er og í marga daga,“ segir Ómar og bendir á að hann eigi þrjá tilbúna Kötlubíla, fulla af vistum, en þó sé best að vera á flugi í svona aðstæðum. Vistirnar eru meðfærilegar og duga honum í nokkra daga. „Það eru margir sem skilja ekki af hverju ég er alltaf með þetta drasl með mér,“ segir Ómar og bendir á að það sé nauðsynlegt í hans starfi að vera alltaf með puttann á púlsinum og alltaf tilbúinn. „Þetta er bara svona, þetta er mjög sérkennilegur lifnaðarháttur en ég hef alltaf verið á vakt, alla daga,“ segir Ómar.Hér má sjá Suzuki Fox árg. 1896, minnsta jöklabíl í heimi, í biðstöðu á Vatnajökli fyrir aftan Toyota Land Cruiser.mynd/ómarSefur í bílunumElsti Kötlubíllinn er 43 ára gamall jöklabíll. Allir Kötlubílarnir eiga sér sína sögu og hefur Ómar eitt ófáum klukkustundum í þeim. Einn þeirra nefnir hann minnsta jöklabíl í heimi og segir hann þann bíl fljóta ofan á snjónum. „Ég er búin að sofa sem samsvarar mörgum mánuðum í þessum bílum,“ nefnir Ómar og metnaður hans skín í gegn. Aðspurður hvað hann geri ef Katla gjósi í nótt svarar Ómar að þá sé hann illa staddur þar sem hann sé á Akureyri en hins vegar sé hann með fullan bílinn af búnaði og tilbúinn í jöklaferðir hvenær sem er. Ómar er hvað þekktastur fyrir að vera alltaf mættur fyrstur á staðinn þegar móðir náttúra sýnir mátt sinn. Sama hverjar aðstæðurnar eru þá er Ómar mættur á svæðið og á hann heiðurinn af einu verðmætasta myndefni sem sögur fara af. Hér má til dæmis nefna myndefni hans af Kröflugosinu 1984 en þar má sjá jörðina klofna í tvennt og hið raunverulega Ísland brýst fram.
Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira