Innlent

Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hinn heimsfrægi háhyrningur Tilikum er dauður, 36 ára að aldri. Frá þessu greindi sædýragarðurinn Sea World, síðustu heimkynni háhyrningsins, nú fyrir skömmu.

Ekki er greint frá dánarorsökum en hann hafði lengi verið við slæma heilsu að sögn stjórnenda garðsins.

Hann var veiddur við Íslandsstrendur, nánar tiltekið í Berufirði þann 9. nóvember árið 1983 og var þá tveggja vetra gamall, og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði.

Sjá einnig: Vilja senda drápshvalinn heim

Hann hafði verið sýningargripur um 30 ára skeið og varð á þeim tíma þremur að bana.

Fjallað var ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þremur árum áður varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði.

Hér að ofan má sjá frétt kvöldfrétta Stöðvar 2 frá árinu 2013 þegar til umræðu var að flytja Tilikum aftur „heim“ eins og gert var við Keikó á sínum tíma. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir kvikmyndina Blackfish sem segja má að hafi skotið Tilikum upp á stjörnuhimininn.


Tengdar fréttir

Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu

Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður.

Vilja senda drápshvalinn heim

Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×