Vinsældir forseta í tölu sem sést eiginlega aldrei segir prófessor Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson fær fádæma góða útkomu í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis í síðustu viku þar sem spurt var hvort svarendur væru ánægðir með störf forseta Íslands. 97,3 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ánægðir. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir algengast að bæði ríkisstjórnir og forsetar á Íslandi njóti vinsælda í upphafi.Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ. Fréttablaðið/„Þetta er gríðarlega há tala en hún fellur að því algenga mynstri að þó að forsetar hafi fengið innan við 50 prósent atkvæða þá hefur fólk yfirleitt hópast að baki þeim eftir að þeir hafa verið kosnir,“ segir Ólafur. „Þannig að það er í sjálfu sér ekkert endilega mjög óvænt að hann skuli fá mjög góða útkomu en 97 prósent er náttúrlega samt sem áður tala sem maður sér eiginlega aldrei í svona mælingum.“ Af þeim 792 sem náðist í um land allt tóku 92,6 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim svöruðu 97,3 prósent því játandi að þeir væru ánægðir með störf forseta Íslands og 2,7 svöruðu spurningunni neitandi. Guðni var kjörinn forseti í júni með 39,1 prósenti atkvæða. „Þó að við höfum ekki nákvæmar mælingar þá voru flestir forsetar lengst af mjög vinsælir. Kristján Eldjárn var til dæmis mjög vinsæll þó að við höfum ekki mælingar á því. Og Vigdís Finnbogadóttir var lengst af mjög vinsæl. Ólafur Ragnar varð hins vegar miklu umdeildari forseti. Ef hans fylgi eða ánægja með hans störf er skoðuð yfir þessi ár sem hann var forseti þá sveiflast það miklu meira,“ rekur Ólafur. Vegna kosninga til Alþingis á óvenjulegum tíma nú í lok október og erfiðleika við ríkisstjórnarmyndum hefur talsvert borið á nýjum forseta sem leikið hefur sitt hlutverk í þeim málum. Aðspurður segist Ólafur ekki lesa mikið í það í sambandi við skoðanakönnunina. „Ekki annað en að það eru greinilega ekki stórir hópar sem eru mjög óánægðir með það sem hann hefur gert þar. En hins vegar er náttúrlega stutt komið þannig að hann getur nú varla búist við því að halda svona tölum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Íslendingar í skýjunum með störf Guðna fyrstu hundrað dagana 97 prósent Íslendinga eru ánægð með störf nýja forsetans. 19. desember 2016 09:47