Sport

Guðmundur og Geir teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur flutti stutta ræðu.
Guðmundur flutti stutta ræðu. vísir/stefán
Guðmundur Gíslason og Geir Hallsteinsson voru í kvöld teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Þeir voru heiðraðir í Silfurbergi í Hörpu þar sem Íþróttamaður ársins 2016 verður útnefndur á eftir.

Meðlimir í Heiðurshöllinni eru nú orðnir 15 talsins en hún var sett á stofn árið 2012 í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ.

Guðmundur er einn fremsti sundmaður sem Ísland hefur alið. Hann var tvívegis valinn Íþróttamaður ársins, 1962 og 1969, og var 15 sinnum á meðal 10 efstu í kjörinu. Guðmundur keppti á fernum Ólympíuleikum á árunum 1960-72.

Geir Hallsteinsson var í hópi fremstu handboltamanna heims á sínum tíma. Hann var valinn Íþróttamaður ársins 1968. Geir varð margoft Íslandsmeistari með FH og lék einnig með Göppingen í Vestur-Þýskalandi. Hann lék yfir 100 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði 469 mörk.

Meðlimir í Heiðurshöll ÍSÍ:

Vilhjálmur Einarsson

Bjarni Friðriksson

Vala Flosadóttir

Jóhannes Jósefsson

Sigurjón Pétursson

Albert Guðmundsson

Kristín Rós Hákonardóttir

Ásgeir Sigurvinsson

Pétur Guðmundsson

Gunnar A. Huseby

Torfi Bryngeirsson

Sigríður Sigurðardóttir

Ríkharður Jónsson

Guðmundur Gíslason

Geir Hallsteinsson

Brynjar, sonur Geirs Hallsteinssonar, flutti kveðju frá föður sínum.vísir/stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×