Sport

Ragnheiður Sara langefst eftir fimm greinar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst í Dúbaí.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst í Dúbaí. Vísir/Daníel

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur góða forystu að loknum fimm af tólf keppnisgreinum á Dubai Fitness Championshp Finals sem fer nú fram á Arabíuskaganum.

Ragnheiður Sara er með 445 stig og 45 stiga forystu á næsta keppanda, Samantha Briggs frá Bretlandi.

Annie Mist Þórisdóttir er svo í þrijða sætinu með 385 stig en aðrir íslenskir keppendur í kvennaflokki eru Þuríður Erla Helgadóttir (12. sæti) og Eik Gylfadóttir (17. sæti). Alls taka 36 keppendur þátt í kvennaflokki.

Ragnheiður Sara hefur lent í einu þriggja efstu sæta þremur greina af þeim fimm sem lokið er en hér má finna upplýsingar um dagskrá mótsins og keppnisgreinar.

Björgvin Guðmundsson stendur svo vel að vígi í karlaflokki en hann er í fimmta sæti með 311 stig, tæpum 100 stigum á eftir Ricky Garard sem er efstur. Hinrik Ingi Óskarsson, sem neitaði að taka lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit, er ekki á meðal keppenda. Samkvæmt upplýsingum Vísis stóð þó til að hann yrði á meðal keppenda.

Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum

Tvær keppnisgreinar fara fram á morgun en keppni heldur svo áfram á föstudag og laugardag.

Karlaflokkur (eftir 5 greinar):
1. Ricky Garard 408
5. Björgvin Guðmundsson 311
22. Frederik Ægidius
29. Þröstur Ólafson 168
32. Árni Björn Kristjánsson 152

Kvennaflokkkur (eftir 5 greinar):
1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 445 stig
2. Samantha Briggs 410
3. Annie Mist Þórisdóttir 385
12. Þuríður Erla Helgadóttir 280
17. Eik Gylfadóttir 256Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira