Sport

Ragnheiður Sara langefst eftir fimm greinar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst í Dúbaí.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst í Dúbaí. Vísir/Daníel

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur góða forystu að loknum fimm af tólf keppnisgreinum á Dubai Fitness Championshp Finals sem fer nú fram á Arabíuskaganum.

Ragnheiður Sara er með 445 stig og 45 stiga forystu á næsta keppanda, Samantha Briggs frá Bretlandi.

Annie Mist Þórisdóttir er svo í þrijða sætinu með 385 stig en aðrir íslenskir keppendur í kvennaflokki eru Þuríður Erla Helgadóttir (12. sæti) og Eik Gylfadóttir (17. sæti). Alls taka 36 keppendur þátt í kvennaflokki.

Ragnheiður Sara hefur lent í einu þriggja efstu sæta þremur greina af þeim fimm sem lokið er en hér má finna upplýsingar um dagskrá mótsins og keppnisgreinar.

Björgvin Guðmundsson stendur svo vel að vígi í karlaflokki en hann er í fimmta sæti með 311 stig, tæpum 100 stigum á eftir Ricky Garard sem er efstur. Hinrik Ingi Óskarsson, sem neitaði að taka lyfjapróf á Íslandsmótinu í Crossfit, er ekki á meðal keppenda. Samkvæmt upplýsingum Vísis stóð þó til að hann yrði á meðal keppenda.

Sjá einnig: Íslandsmótið í CrossFit: Neitaði að fara í lyfjapróf, hótaði starfsmönnum en sæmdur gullverðlaunum

Tvær keppnisgreinar fara fram á morgun en keppni heldur svo áfram á föstudag og laugardag.

Karlaflokkur (eftir 5 greinar):
1. Ricky Garard 408
5. Björgvin Guðmundsson 311
22. Frederik Ægidius
29. Þröstur Ólafson 168
32. Árni Björn Kristjánsson 152

Kvennaflokkkur (eftir 5 greinar):
1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 445 stig
2. Samantha Briggs 410
3. Annie Mist Þórisdóttir 385
12. Þuríður Erla Helgadóttir 280
17. Eik Gylfadóttir 256
Fleiri fréttir

Sjá meira