Ósætti eftir 101-2 sigur í stúlknaflokki: Við spiluðum heiðarlegan körfubolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 12:45 Úrslit leiksins. Til hægri er Ólöf Helga. Samsett mynd/Facebbok/Vísir Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari 9. flokks kvenna hjá Grindavík, var gagnrýnd eftir að lið hennar vann mikinn yfirburðasigur á leik á Íslandsmótinu í körfubolta í gær, 101-2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, körfuboltaþjálfari hjá Njarðvík, gerði úrslit leiksins að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segir hann í pistli sínum, sem má lesa hér fyrir neðan, að lið Grindavíkur hafi keyrt „miskunnarlaust yfir veikburða andstæðing“ og að leikmenn þess hafi verið hvattar áfram af þjálfaranum Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods. Jóhannes Albert sakar Ólöfu einnig um að hafa kvartað undan dómgæslu í leiknum og fagnað eftir leik. Sjálf segir hún það rangt en í svari sínu við færslu Jóhannesar. Enn fremur spyr hún hvað hún hefði annað átt að gera.Hvað á ég að gera sem þjálfari? „Stelpurnar mínar eru mjög góðar og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að þjálfa öðruvísi því þær vænta þess að ég hrósi þeim og fagni þeim þegar þeim gengur vel,“ skrifaði hún. „Hvað á ég að gera sem þjálfari? Segja þeim að hætta að skjóta, sleppa því að spila vörn? Hafa 3 leikmenn inn á í einu? Ég viðurkenni að þetta eru ekki fallegar tölur en við spiluðum heiðarlegan körfubolta og þessi status er mjög ósanngjarn og það er sárt að sjá fólk kalla mig [hitt] og þetta [og] öllum illum nöfnum.“ „Ég var með illt í maganum í enda leiksins og leið ekkert vel með það og að ljúga upp á mig að ég hafi fagnað innilega eftir leikinn til að láta mig líta illa út er fyrir neðan allar hellur.“Jóhann Árni Ólafsson.VísirVill enginn niðurlægja andstæðinginn Ekki náðist í Ólöf Helgu Pálsdóttur Woods við vinnslufréttarinnar en Jóhann Árni Ólafsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Grindavík, segir að enginn vilji sjá tölur sem þessar í viðureign yngri flokka á Íslandsmóti. „Það vill enginn niðurlægja andstæðinginn,“ sagði Jóhann Árni við Vísi eftir að hafa rætt við Ólöf Helgu í morgun. „En það skiptir líka máli hvernig svona lagað gerist. Í þessum leik var mikill getumunur á liðunum auk þess sem að allt gekk að óskum hjá Grindavík en allt á afturfótunum hjá hinu liðinu.“ „Þar með er ég ekki að segja að þetta sé eðlilegt. Ólöf Helga er sammála mér í því að þetta hafi verið reynsluleysi af hennar hálfu að stjórna þessu ekki betur og mun hún læra af þessu,“ segir hann og bætir við að til eru ýmsar leiðir sem þjálfarar geti nýtt sér til að koma í veg fyrir úrslit sem þessi. Þær aðferðir muni Ólöf Helga tileinka sér betur framvegis. „Annars finnst mér varhugavert að taka umræðu sem þessa í fjölmiðlum. Þjálfarar eiga að ræða sín á milli í stað þess að gera það á opinberum vettvangi eins og var gert í þessu tilviki. Ekki síst iðkendanna vegna sem eiga í hlut, það er leiðinlegt fyrir þau að sjá svona lagað rata í fjölmiðla.“Dómari dæmdi öðru liðinu meðvitað í hag Guðbrandur Stefánsson, einn dómara leiksins, viðurkennir í ummælum sínum við færsluna að hafa tekið „meðvitaða ákvörðun um að hafa bein áhrif á leik.“. Sagðist Guðbrandur hafa hætt að dæma villur og skref og að hann hafi dæmt andstæðingi Grindavíkur öll vafatriði í hag „og vel það“, auk þess sem hann dæmdi „mjög stíft á Grindavíkurstúlkur“ sem hafi spilað stífa maður á mann vörn og stolið „varlega áætlað, örugglega 50 boltum í leiknum“. Jóhannes Albert hafnar þessum staðhæfingum og fjölmargir aðrir tjá sig um málið - áhrifamenn í körfuboltahreyfingunni, þjálfarar og aðrir. Í þeirra hópi er Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og faðir Ólafar Helgu, og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Facebook-færslu Jóhannesar Alberts má lesa hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira