Körfubolti

Körfuboltakvöld: Sett í Túrbógírinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður KR, er ekki kallaður Tóti Túrbó að ástæðulausu.

Þessi 18 ára strákur sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur þegar KR vann þægilegan sigur á Þór Ak., 97-86, í 6. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn.

Þórir byrjaði á bekknum en kom inn á og skilaði 20 stigum, þremur fráköstum og fjórum stolnum boltum. Þá hitti hann úr sjö af tólf skotum sínum utan af velli í leiknum.

„Hann er rosalega góður að fara á körfuna og er rosalega hæfileikaríkur sóknarmaður,“ sagði Hermann Hauksson um Þóri í Domino's Körfuboltakvöldi í fyrradag.

„Hann þvingar aldrei neinu. Hann tekur skot þegar hann er opinn og ef menn komandi hlaupandi í hann fer hann framhjá þeim. Það er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um þennan efnilega leikmann sem er alltaf að fá stærra og stærra hlutverk í KR-liðinu.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×