Handbolti

Ernir Hrafn til liðs Aftureldingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill liðsstyrkur fyrir UMFA.
Mikill liðsstyrkur fyrir UMFA.

Afturelding hefur fengið góðan liðstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur samið við Erni Hrafn Arnarson og verður hann gjaldgengur með liðinu um áramót.

Ernir Hrafn er uppalinn í Aftureldingu og hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi undanfarin ár. Hann á 16 landsleiki fyrir Ísland og mun án efa styrkja Aftureldingu gríðarlega í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Liðið er í efsta sæti Olís-deildarinnar sem stendur og ætlar klúbburinn sér greinilega stóra hluti.

„Við erum mjög ánægðir að hafa krækt í Erni Hrafn. Hann er öflugur, fjölhæfur og reyndur leikmaður, spilar bæði miðju og hægri skyttu, er mjög öflugur varnarmaður. Hann er uppalinn í Aftureldingu með Aftureldingarhjarta og kemur hann til með að styrkja hópinn okkar mikið í baráttunni í vetur,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.