Elliði til varnar Smára McCarthy og stærðfræðikunnáttu hans Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2016 12:59 Fátt er nú meira rætt á samfélagsmiðlum en stærðfræðimenntun Smára McCarthy. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“ Kosningar 2016 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum og gegnheill og grjótharður Sjálfstæðismaður, hefur óvænt risið upp til varnar Smára McCarthy Pírata og efasemdum um stærðfræðiþekkingu hans. Elliði upplýsir að hann hefi kennt Smára stærðfærði 313 í framhaldsskóla og fullyrðir að „Smári náði ágætis tökum á tölfræði hjá sér, þar með talin Pearsons r, þáttagreiningu og fl. Það mun án vafa nýtast honum á nýjum vettvangi,“ segir Elliði. Ekki þarf að vera bókmenntafræðingur eða lærður í textagreiningu til að átta sig á því að bæjarstjórinn hefur ákaflega gaman að þessum vandræðagangi Smára, sem er einn helsti foringi Pírata. Heit umræða hefur geisað á Facebook um stærðfræðikunnáttu Smára McCarthy og það að hann hafi orðið uppvís af að ljúga til um gráðu.Sigrún Helga Lund var í stærðfræðinámi á sama tíma og Smári McCarthy í Háskóla Íslands.Vísir/VilhelmÞannig er að Sigrún Helga Lund, dósent í tölfræði við Háskóla Íslands, setti fram athugasemd þess efnis að Smári hafi ekki klárað nema helminginn af námi sínu og henni finnst skrítið að athugasemdir við námsferil hans komi fram núna, rétt fyrir kosningar. Eyjan fjallaði um málið. Og þá það að hann hafi verið titlaður stærðfræðingur. Sigrún Helga er einn frambjóðenda Viðreisnar.Smári leggur spilin á borðið umsvifalaust Viðar Þorsteinsson heimsspekingur spyr Smára hreint út á Facebooksíðu sinni hvernig hann skýri það að hafa sagst með B.Sc. gráðu á ferilskrá á LnikedIn ef hann lauk aldrei náminu? Smári leggur umsvifalaust öll spil á borðið: „Skal viðurkenna að þetta er fullkomlega kjánalegt hjá mér á LinkedIn, enda var ég þar að reyna að gefa til kynna að ég væri í B.Sc. námi, ekki að því væri lokið. Biðst afsökunar á því, og myndi glaður breyta þessu en hef ekki haft aðgang að síðunni mjög lengi, eftir að ég reyndi að loka aðganginum, einmitt vegna þess að það var margt rangt þarna og óuppfært. Það kemur mér mjög á óvart að þetta sé enn til.“Sigmundur Davíð og Smári McCarthy Óneitanlega minnir þetta mál á það sem snéri að meintu doktorsprófi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. Einn þeirra sem lætur sig málið varða er foringi Framsóknarmanna eystra, Stefán Bogi Sveinsson, og honum þykir gæta tvískinnungs í því samhengi: „Áhugaverða sniðmengi* dagsins: Fólk sem fór mikinn í umræðu um það hvort Sigmundur Davíð hefði sagt ósatt um menntun sína annars vegar, en finnst það óþarfa smásmuguháttur og til marks um óheiðarlega pólitík að draga athygli að misræmi milli þess sem Smári McCarthy hefur sagt um menntun sína og veruleikans. Hef óljósan grun um að blaðamenn séu einkennilega stór hluti þessa mengis. *Það eru engar líkur á að ég noti þetta hugtak rétt, því ég er alls ekki stærðfræðingur, bara svo því sé til haga haldið.“
Kosningar 2016 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira