Skatttekjur af ferðamönnum ætlaðar 445 milljarðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Fjölmargir þeirra ferðamanna sem koma til Íslands skoða Þingvelli. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira