Fiskeldi í sjókvíum - Ný stóriðja í fjörðum og flóum Einar Jónsson og Erlendur Steinar Friðriksson skrifar 15. október 2016 07:00 Eftir að blessun kvótakerfisins hefur herjað á landsbyggðinni í 32 ár og gengið nærri mörgum byggðarlögum, sýnist fiskeldi í opnum sjókvíum nú lausnarorðið. Svo hátimbraðar eru áætlanirnar þar um að tala má um stóriðju. Boðuð er 200 þús. tonna framleiðsla á laxi og eitthvað minni áform um regnbogasilungseldi. Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum? Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum. Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn. Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.Eldisleyfi á færibandi Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna. Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði. Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin. Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Eftir að blessun kvótakerfisins hefur herjað á landsbyggðinni í 32 ár og gengið nærri mörgum byggðarlögum, sýnist fiskeldi í opnum sjókvíum nú lausnarorðið. Svo hátimbraðar eru áætlanirnar þar um að tala má um stóriðju. Boðuð er 200 þús. tonna framleiðsla á laxi og eitthvað minni áform um regnbogasilungseldi. Í hönd fara kosningar. Stjórnmálamenn og aðrir „athafnamenn“ flíka stórum tölum í fréttum framan í langeygt landsbyggðarfólk; „50 milljarða framleiðsla á Vestfjörðum.“ Hver hafnar slíkum bjargráðum? Landsamband stangveiðifélaga hélt málþing í Háskólabíó 14. apríl sl. um neikvæð áhrif sjókvíaeldis. Annar höfunda þessa pistils (ESF, vinnur nú að doktorsritgerð við HÍ um vistfræði bleikju) var þar með framsöguerindi. Málþingið markaði kannski upphaf almennrar krítískrar umræðu hérlendis um það sem varast ber í þessum efnum. Lítið fór þó fyrir framhaldinu þar til seint í haust að kvisaðist að regnbogasilungur í tugatali hefði veiðst í ám umhverfis landið í sumar. Slíkt eldi fer nú fram á Vest- og Austfjörðum en engar tilkynningar höfðu borist frá viðkomandi fyrirtækjum um að fiskur hefði sloppið. Þá var sem margir vöknuðu af værum svefni. Skrif og fréttir fóru að birtast um hætturnar á þessari vegferð. Eldismenn hafa brugðist við og sagst vilja rannsaka mál til hins ýtrasta. Ekkert virðist þó eiga að slá af ferðinni varðandi uppbygginguna heldur halda á fullu inn í skaflinn. Ætlum við ekkert að læra af reynslu annarra þjóða? Í Alaska er allt fiskeldi í sjó bannað vegna neikvæðra náttúruáhrifa en klak og seiðaeldi innlendra náttúrulegra tegunda leyft. Írar eru, af sömu ástæðu, í óða önn að skera verulega niður áætlanir um fiskeldi. Norðmenn eru komnir í djúpan skít þar sem 65% af 120 náttúrulegum laxastofnum landsins eru orðnir erfðamengaðir af eldislaxi og norska vísindasamfélagið hamast við að finna lausnir til mótvægis við neikvæð náttúruáhrif, með takmörkuðum árangri.Eldisleyfi á færibandi Á þessum misserum virðist stjórnsýslan unga út eldisleyfum á færibandi – fyrir smápening – byggðum á eins konar fjölsíðna excel-skýrslum, oft unnum af fólki með litla sem enga líffræðiþekkingu. Þannig fær sjö milljóna fiska eldi af framandi stofnum í sjókvíum grænt ljós í mati á umhverfisáhrifum, byggt á skýrslu sem gerð er af arkitektafyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir eru landslagsarkitekt og jarðfræðingur. Óhæfa þætti ef hér fengjust viðamikil sauðnautaeldisleyfi, hvað þá án aðkomu dýralækna. Lágt verð leyfanna virðist einnig opna fyrir það að braskarar séu farnir af stað enda erlendir peningar í lítt mældum mæli í boði. Gagnstætt því sem margir kunna að halda eru það ekki einungis villtir laxastofnar og „hobbý“ fárra útvaldra sem í hættu er. Sjókvíeldið ógnar einnig göngustofnum bleikju og urriða og tómstundaiðja þeirra ríflega 70 þús. landsmanna sem stunda veiðar á vatnafiski. Stangveiðiferðamennskan er alvöru atvinnugrein með 20 milljarða veltu og líklega best borgandi hluti íslenskrar ferðaþjónustu. Megnið af þeirri veltu verður eftir hér á landi og langstærstur hlutinn utan höfuðborgarinnar. Fuglastofnum (æðarfugl) gæti og verið hætta búin. Í síðari hluta þessarar greinar sem birtast mun fljótlega verður reynt að gera birtingarmynd hinna neikvæðu áhrifa þessarar stóriðju frekari skil. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun