Innlent

Lilja Dögg Alfreðsdóttir nýr varaformaður Framsóknar

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og nýr varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og nýr varaformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Stefán

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hlaut sigur í kjöri til varaformanns Framsóknarflokksins. Hún tilkynnti um framboð sitt í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í gær. Lilja Dögg hlaut 95 prósent atkvæða í kjörinu, eða 392 atkvæði.

„Ég hlakka virkilega til að takast á við þetta verkefni. Nú göngum við öll sameinuð til kosninga 29. október. Ég hef fulla trú á því að okkur á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Lilja eftir að tilkynnt hafði verið um sigur hennar. „Það er afar mikilvægt að við sameinum alla í þessari vegferð okkar,“bætti hún við.

Lilja þakkaði flokksmönnum sínum stuðning sinn í ræðu sinni og kvaðst vera snortin yfir því trausti sem henni hefur verið sýnt. Hún þakkaði jafnframt Sigmundi Davíð, fráfarandi formanni flokksins fyrir störf sín. 

Eygló Harðardóttir, sem var einnig í framboði til varaformanns, dró framboð sitt formlega til baka fyrr í dag og lýsti í sömu andrá stuðningi sínum við Lilju.
 
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.