Fótbolti

EM-sætinu fagnað með stæl | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Stelpurnar fögnuðu vel og innilega í leikslok. vísir/anton
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt upp á EM-sætið með 4-0 stórsigri á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM 2017.

Ísland hefur unnið alla sjö leiki sína í undankeppninni, skorað 33 mörk og ekki enn fengið á sig mark.

Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvívegis í leiknum í kvöld og þær Hallbera Guðný Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sitt markið hvor.

Rúmlega 6000 áhorfendur lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn til að fylgjast með stelpunum okkar en það vantaði ekki mikið upp á til að bæta áhorfendamet kvennalandsliðsins.

Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var líka á Laugardalsvellinum í kvöld og tók myndirnar sem fylgja fréttinni.

vísir/anton
vísir/anton
vísir/ernir
vísir/anton
vísir/anton
vísir/anton
vísir/anton
vísir/anton
vísir/anton
Vísir/anton
vísir/anton

Tengdar fréttir

Stelpurnar komnar á EM í Hollandi

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið á EM 2017 í Hollandi. Þetta var ljóst eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi í riðli 2 í undankeppninni í dag.

Hallbera: Búnar að vera með hausinn í Hollandi frá síðasta leik

Halbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Íslands, átti mjög góðan leik þegar Íslands vann enn sigurinn í undankeppni EM, en það var ljóst fyrr í dag að liðið væri búið að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fer fram í Hollandi næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×