Jared Leto í baði fyrir Gucci

26. ágúst 2016
skrifar

Leikarinn Jared Leto er í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð fyrir Gucci Guilty ilmvatnið. 

Leto hefur löngum verið mikill aðdáandi tískuhússins fræga og í herferðinni má meðal annars sjá hann í baði með fyrirsætunni Julia Hafstrom og Vera Van Erp situr við hliðiná baðkarinu. 

Tískuhúsið birti í dag smá stiklu úr herferðinni á Instagram síðu sinni og óhætt að segja að herferðin hafi vakið athygli en auglýsingin sjálf verður frumsýnd í heild sinni í næsta mánuði. Jared Leto glæsilegur í draumaflíkinni sinni frá Gucci. Mynd/Getty