Innlent

Forsetinn hleypur hálft maraþon

Birta Svavarsdóttir skrifar
Guðni á tröppum Menntaskólans í Reykjavík.
Guðni á tröppum Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/GVA
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon til styrktar Hollvinum Grensáss í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka næstkomandi laugardag.

Þetta er í fyrsta skipti sem forseti lýðveldisins hleypur Reykjavíkurmaraþonið, en Guðni hefur þó tekið þátt áður og hljóp hann þá einnig hálft maraþon.

Guðni biðlaði til Facebook-fylgjenda sinna fyrr í kvöld og hvatti þá til að heita á sig.

Alls hefur forsetinn safnað um 84.000 krónum í gegnum 34 styrktaraðila þegar þessi frétt fer í loftið, en nægur tími er framundan til að heita á Guðna eða aðra hlaupara maraþonsins.

„Annars væri líka góð hugmynd að einstaklingar, pör, fjölskyldur eða vinahópar réðu ráðum sínum, færu yfir lista yfir góðgerðarfélög sem hægt er að styrkja, eða hlaupara sem hafa skráð sig til leiks, og legðu svo sitt af mörkum. Margt smátt gerir eitt stórt. Koma svo, kæru landar!“ segir forsetinn að lokum.

Samtökin Hollvinir Grensásdeildar sjá um að safna fé til tækjakaupa, endurbóta á húsnæði og almennra styrkja við starf endurhæfingardeildar Landspítalans á Grensási.

Hér er hægt að heita á Guðna.

Facebook-færslu forsetans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×