Sport

Bandarískir sundmenn stöðvaðir á flugvellinum í Ríó

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brasilíska lögreglan stöðvaði bandarísku sundmennina Gunnar Bentz og Jack Conger er þeir ætluðu að stíga upp í flugvél til Bandaríkjanna í nótt.

Farið var með þá í yfirheyrslu í nokkra klukkutíma og síðan var þeim sleppt.

Tveim öðrum bandarískum sundköppum, Ryan Lochte og James Feigen, var einnig meinað að yfirgefa landið en Lochte var þá þegar farinn heim.

Málið tengist ásökunum sundkappanna að þeir hafi verið rændir af vopnuðum mönnum sem þóttust vera lögreglumenn. Það eru holur í frásögn sundkappanna og brasilíska lögreglan reynir að komast til botns í því.

Bæði Bentz og Conger þurfa að mæta í yfirheyrslu aftur í dag.


Tengdar fréttir

Lochte neitaði að hlýða ræningjunum

Eins og fram kom á Vísi í gær var bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte rændur snemma sunnudags, þegar hann sneri heim úr samkvæmi í Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×