Enski boltinn

Akureyringar styrkja sig fyrir seinni umferðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þór/KA er aðeins fimm stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.
Þór/KA er aðeins fimm stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. vísir/anton

Bandaríski miðjumaðurinn Zaneta Wyne er komin með leikheimild með liði Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna.

Wyne lék síðast með Apollon á Kýpur. Hún spilaði með kýpverska liðinu gegn Stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra. Stjörnukonur unnu leikinn 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Wyne þekkir ágætlega til hér á landi en sumarið 2014 lék hún með Víkingi Ó. Wyne lék þá 16 leiki í 1. deildinni og skoraði þrjú mörk. Hún hefur einnig leikið í Finnlandi.

Þór/KA hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Norðanstúlkur eru í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig, fimm stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.

Þá er lið Þórs/KA komið í undanúrslit Borgunarbikarsins þar sem það mætir ÍBV á laugardaginn kemur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.