Bestu vinir urðu silfurvinir Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2016 06:00 myndir/fibaeurope Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann til silfurverðlauna í B-deild Evrópumótsins á sunnudaginn. Liðið lagði gestgjafa Grikklands í mögnuðum undanúrslitaleik og tryggði sér þannig sæti í A-deild á næsta ári en úrslitaleiknum töpuðu strákarnir grátlega í framlengingu. Tveir af allra efnilegustu körfuboltamönnum landsins, bakverðirnir Jón Axel Guðmundsson úr Grindavík og Kári Jónsson úr Haukum, voru algjörlega magnaðir á mótinu og áttu stóran þátt í afreki liðsins. Kári var þriðji stigahæstur á mótinu með 17,9 stig að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 4,7 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar. Jón Axel var fjórði stigahæstur með 16,9 stig auk þess sem hann tók 8,4 fráköst í leik að meðaltali og gaf 4,4 stoðsendingar. „Auðvitað var maður fúll að enda uppi með silfrið en það var bara kvöldið eftir leikinn. Nú þegar þetta er að leka af manni fattar maður hversu mikið afrek þetta er og hversu stoltir við erum af þessu,“ segir Kári Jónsson við Fréttablaðið og æskuvinur hans og félagi í bakvarðasveit íslenska liðsins, Jón Axel, tekur undir þau orð. „Maður á auðvitað að vera stoltur af að ná svona langt. Það efuðust margir um að við gætum náð árangri þarna en sjálfir vorum við búnir að grínast með það við vini okkar og inni í klefa að við ætluðum alla leið,“ segir hann.Spark í rassinn Íslenska liðið var í erfiðum riðli en ef það var einn leikur sem flestir reiknuðu með sigri í var það sá fyrsti á móti Hvíta-Rússlandi. Hann tapaðist en strákarnir svöruðu því með því að leggja stórlið Rússa og svo mjög sterkt lið Pólverja áður en Georgíumenn fengu 40 stiga rassskell í átta liða úrslitum. „Menn voru ekki bjartsýnir eftir fyrsta leikinn held ég,“ segir Jón Axel heiðarlegur. „Við þurftum að vinna rest og áttum eftir Rússland og Pólland en við bara gerðum það. Okkur vantaði alla upplifun af evrópskum körfubolta því við vorum bara búnir að spila æfingaleiki gegn U18 hérna heima og vorum ekki alveg undirbúnir. Þegar við sáum hversu fast mátti spila og hvað dómararnir leyfðu fundum við taktinn. Við hefðum ekki tapað gegn Hvíta-Rússlandi ef hefðum fengið alvöru æfingaleik.“ Kári er sammála Jóni Axel um undirbúninginn. „Hvít-Rússar voru búnir að vera á æfingamóti en við að spila æfingaleiki við Íslendinga þannig það var smá sjokk fyrir okkur að mæta þarna og við lentum eiginlega á vegg. En við rifum okkur heldur betur í gang í næsta leik. Það var hrikalega sterkt að vinna Rússana. Þá sáum við að við erum greinilega drullugóðir og eigum alveg erindi í þessi lið. Við vorum virkilega nettir. Tapið í fyrsta leik var bara gott spark í rassinn. Það ýtti aðeins við okkur,“ segir Kári.Vildu treyjur strákanna Sigur ungu strákanna á heimamönnum frá Grikklandi mun lengi lifa í minningu þeirra. Höllin var troðfull af grískum stuðningsmönnum sem komu til að sjá sína menn fara í úrslitaleikinn og tryggja sér um leið sæti í A-deild Evrópumótsins. Svo varð ekki því íslensku strákarnir spiluðu frábærlega og unnu þriggja stiga sigur. „Að vinna þann leik er ein mesta sturlun sem ég hef tekið þátt í,“ segir Kári. „Þarna voru 2.000 manns, höllin full og allir á móti okkur. Það var ekki leiðinlegt að þagga niður í þeim og komast í úrslitin.“ Árangur íslenska liðsins hafði vakið athygli fram að sigrinum gegn Grikkjum en eftir hann sprakk allt. „Það voru allir að tala við okkur þarna og sérstaklega eftir úrslitaleikinn. Það vildu flestir meina að við værum með besta liðið. Ég held að allir í liðinu hafi fengið beiðni um að gefa búninginn sinn en við náttúrlega máttum það ekki,“ segir Jón Axel.Bestu vinir Árangur íslenska liðsins í Grikklandi var sögulegur. Ekki bara er þetta langbesti árangur U20 ára liðsins á Evrópumótinu heldur hefur B-deildin aldrei verið jafnsterk síðan fækkað var liðum í A-deildinni og margar stórþjóðir komu niður. Það var því ekki leiðinlegt fyrir æskuvinina að ná þessum árangri saman í mögulega sínum síðasta leik fyrir yngri landsliðin. „Við Kári höfum verið bestu vinir síðan við vorum tveggja ára,“ útskýrir Jón Axel en foreldrar bakvarðanna eru góðir vinir og þá spiluðu þeir saman í Haukum áður en Jón fór til Grindavíkur. Þeir hafa spilað saman upp öll landsliðin og í yngri flokkum og á seinni árum á móti hvor öðrum. „Þegar við vorum litlir spiluðum við alltaf tveir saman á móti Ingva bróður þannig að við þekkjum það vel að spila saman. Það var svo alveg geggjað að spila með honum þarna úti. Við þekkjum hvor annan út í gegn. Þegar ég keyri að körfunni veit ég alltaf hvað hann er að fara að gera,“ segir Jón Axel og Kári tekur í sama streng um æskuvin sinn. „Það var svo geggjað að spila með honum þarna úti. Þetta er kannski í síðasta skiptið sem við spilum saman í yngri landsliðunum. Vonandi verðum við bara saman í A-landsliðinu næst. Við þekkjum hvor annan svo vel og þekkjum styrkleika okkar þannig að það er bara frábært að spila með honum,“ segir Kári Jónsson. Körfubolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann til silfurverðlauna í B-deild Evrópumótsins á sunnudaginn. Liðið lagði gestgjafa Grikklands í mögnuðum undanúrslitaleik og tryggði sér þannig sæti í A-deild á næsta ári en úrslitaleiknum töpuðu strákarnir grátlega í framlengingu. Tveir af allra efnilegustu körfuboltamönnum landsins, bakverðirnir Jón Axel Guðmundsson úr Grindavík og Kári Jónsson úr Haukum, voru algjörlega magnaðir á mótinu og áttu stóran þátt í afreki liðsins. Kári var þriðji stigahæstur á mótinu með 17,9 stig að meðaltali í leik auk þess sem hann tók 4,7 fráköst og gaf 3,6 stoðsendingar. Jón Axel var fjórði stigahæstur með 16,9 stig auk þess sem hann tók 8,4 fráköst í leik að meðaltali og gaf 4,4 stoðsendingar. „Auðvitað var maður fúll að enda uppi með silfrið en það var bara kvöldið eftir leikinn. Nú þegar þetta er að leka af manni fattar maður hversu mikið afrek þetta er og hversu stoltir við erum af þessu,“ segir Kári Jónsson við Fréttablaðið og æskuvinur hans og félagi í bakvarðasveit íslenska liðsins, Jón Axel, tekur undir þau orð. „Maður á auðvitað að vera stoltur af að ná svona langt. Það efuðust margir um að við gætum náð árangri þarna en sjálfir vorum við búnir að grínast með það við vini okkar og inni í klefa að við ætluðum alla leið,“ segir hann.Spark í rassinn Íslenska liðið var í erfiðum riðli en ef það var einn leikur sem flestir reiknuðu með sigri í var það sá fyrsti á móti Hvíta-Rússlandi. Hann tapaðist en strákarnir svöruðu því með því að leggja stórlið Rússa og svo mjög sterkt lið Pólverja áður en Georgíumenn fengu 40 stiga rassskell í átta liða úrslitum. „Menn voru ekki bjartsýnir eftir fyrsta leikinn held ég,“ segir Jón Axel heiðarlegur. „Við þurftum að vinna rest og áttum eftir Rússland og Pólland en við bara gerðum það. Okkur vantaði alla upplifun af evrópskum körfubolta því við vorum bara búnir að spila æfingaleiki gegn U18 hérna heima og vorum ekki alveg undirbúnir. Þegar við sáum hversu fast mátti spila og hvað dómararnir leyfðu fundum við taktinn. Við hefðum ekki tapað gegn Hvíta-Rússlandi ef hefðum fengið alvöru æfingaleik.“ Kári er sammála Jóni Axel um undirbúninginn. „Hvít-Rússar voru búnir að vera á æfingamóti en við að spila æfingaleiki við Íslendinga þannig það var smá sjokk fyrir okkur að mæta þarna og við lentum eiginlega á vegg. En við rifum okkur heldur betur í gang í næsta leik. Það var hrikalega sterkt að vinna Rússana. Þá sáum við að við erum greinilega drullugóðir og eigum alveg erindi í þessi lið. Við vorum virkilega nettir. Tapið í fyrsta leik var bara gott spark í rassinn. Það ýtti aðeins við okkur,“ segir Kári.Vildu treyjur strákanna Sigur ungu strákanna á heimamönnum frá Grikklandi mun lengi lifa í minningu þeirra. Höllin var troðfull af grískum stuðningsmönnum sem komu til að sjá sína menn fara í úrslitaleikinn og tryggja sér um leið sæti í A-deild Evrópumótsins. Svo varð ekki því íslensku strákarnir spiluðu frábærlega og unnu þriggja stiga sigur. „Að vinna þann leik er ein mesta sturlun sem ég hef tekið þátt í,“ segir Kári. „Þarna voru 2.000 manns, höllin full og allir á móti okkur. Það var ekki leiðinlegt að þagga niður í þeim og komast í úrslitin.“ Árangur íslenska liðsins hafði vakið athygli fram að sigrinum gegn Grikkjum en eftir hann sprakk allt. „Það voru allir að tala við okkur þarna og sérstaklega eftir úrslitaleikinn. Það vildu flestir meina að við værum með besta liðið. Ég held að allir í liðinu hafi fengið beiðni um að gefa búninginn sinn en við náttúrlega máttum það ekki,“ segir Jón Axel.Bestu vinir Árangur íslenska liðsins í Grikklandi var sögulegur. Ekki bara er þetta langbesti árangur U20 ára liðsins á Evrópumótinu heldur hefur B-deildin aldrei verið jafnsterk síðan fækkað var liðum í A-deildinni og margar stórþjóðir komu niður. Það var því ekki leiðinlegt fyrir æskuvinina að ná þessum árangri saman í mögulega sínum síðasta leik fyrir yngri landsliðin. „Við Kári höfum verið bestu vinir síðan við vorum tveggja ára,“ útskýrir Jón Axel en foreldrar bakvarðanna eru góðir vinir og þá spiluðu þeir saman í Haukum áður en Jón fór til Grindavíkur. Þeir hafa spilað saman upp öll landsliðin og í yngri flokkum og á seinni árum á móti hvor öðrum. „Þegar við vorum litlir spiluðum við alltaf tveir saman á móti Ingva bróður þannig að við þekkjum það vel að spila saman. Það var svo alveg geggjað að spila með honum þarna úti. Við þekkjum hvor annan út í gegn. Þegar ég keyri að körfunni veit ég alltaf hvað hann er að fara að gera,“ segir Jón Axel og Kári tekur í sama streng um æskuvin sinn. „Það var svo geggjað að spila með honum þarna úti. Þetta er kannski í síðasta skiptið sem við spilum saman í yngri landsliðunum. Vonandi verðum við bara saman í A-landsliðinu næst. Við þekkjum hvor annan svo vel og þekkjum styrkleika okkar þannig að það er bara frábært að spila með honum,“ segir Kári Jónsson.
Körfubolti Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins