Múlattavangaveltur Davíðs falla í grýttan jarðveg Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2016 13:31 Mörgum brá í brún í gærkvöldi þegar Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi taldi ekki úr vegi að kalla Obama múlatta ef svo bæri undir. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, var í viðtali um framboð sitt á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var hann inntur eftir orðanotkun sem hann hafði viðhaft í Morgunblaðinu um Barack Obama en Davíð vildi kalla hann múlatta. Davíð útskýrði að þetta orð væri að finna í orðabók Marðar Árnasonar, ekkert væri athugavert við þetta orð, ekki frekar en hálfsystkin. „Það þýðir ekki að þau séu hálf. Það þýðir að þau séu hálfsystkin,“ sagði Davíð og gaf þannig lítið fyrir það að orðið gæti hugsanlega verið niðrandi. Og, sagði aðspurður hann alveg vísan með að kalla Obama, ef þeir hittust, múlatta, ef því væri að skipta.Eiríkur hefur sitthvað við málflutning Davíðs að athuga.Þessi orð hafa fallið í verulega grýttan jarðveg meðal ýmissa á Facebook, þar sem bent hefur verið á það að ekki séu bara þau orð að finna í orðabókum sem eru jákvæðra eiginda.„Sjitt“ er líka í orðabókinniEinn þeirra sem fettir fingur út í þennan skilning Davíðs er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor við HÍ og íslenskufræðingur: „heyrði að Davíð fannst í himnalagi að nota orðið „múlatti“ af því að það er „orð úr orðabókinni sem Mörður Árnason tók saman, nýrri orðabók“. Við þetta er nú margt að athuga. Í fyrsta lagi tók Mörður ekki saman orðabókina, heldur ritstýrði endurskoðun orðabókar sem Árni Böðvarsson tók saman fyrir rúmlega hálfri öld, þegar viðhorf til ýmissa orða var annað en nú. Skilgreiningin á „múlatti“ er síðan þá. Í öðru lagi lýsir þetta einhverjum grundvallarmisskilningi á eðli orðabóka. Þótt orð sé í orðabók táknar það ekki að hægt sé að nota það við hvaða aðstæður sem er. „Sjitt“ er líka í orðabókinni - varla myndi Davíð nota það við Obama.“Orðið er talið niðrandiEinhverjir hafa orðið til að benda á Wikipedia þar sem gerð er grein fyrir merkingu hugtaksins, hvernig það er til komið og hvers vegna litið er svo á að það teljist niðrandi. Og forseti læknadeildar, Magnús Karl Magnússon, gaukar þessu að vinum sínum á Facebook:„Fræðslumoli dagsins: Hvað kallast afkvæmi konu frá Íslandi og karls frá Súdan? Mér datt í hug að kíkja í líffræðibók; jú það kallast víst barn.“Steinunn Ólína er ein þeirra sem blöskrar frjálsleg notkun ritstjórans og forsetaframbjóðandans á orðinu múlatti.Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson nálgast þetta mál ekki af sömu yfirvegun og háskólamennirnir. Nema síður sé. Hann vísar til þessara ummæla um múlattann og hellir sér svo yfir Davíð: „Það var alvitað að Davíð Oddsson væri illa innrættur. En hann virðist líka bara vera hálfviti. Það er makalaust að formaður stjórnmálaflokks með 30 prósenta fylgi hafi lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Davíðs. Hvað ætli yrði um Vinstrihreyfinguna grænt framboð ef hún lýsti yfir stuðningi við framboð Hildar Þórðardóttur?“ Öðrum fjölmiðlamönnum sem blöskrar frjálsleg notkun Davíðs á orðinu múlatti er svo Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins: DO spurður hvort hann myndi nota orðið múlatti um Barack Obama : „Ef ég ætti að lýsa slíku fyrirbæri?“Davíð má sitja undir níðrógiEn, Davíð á ekki bara óvini á Facebook og einn einarðasti stuðningsmaður Davíðs þar er Hallur Hallsson rithöfundur. Hann var ánægður með sinn mann eins og hann birtist á skjá Ríkissjónvarpsins og finnst furðulegt hversu miklum rógi hann má sæta, eða níðrógi eins og Hallur kallar það:Hallur Hallsson er einn staðfastasti stuðningsmaður Davíðs og sér í honum vörn gegn óvinveittum öflum.„Davíð Oddsson áréttaði yfirburði sína og mannkosti í Kastljósi ... enginn einn maður í Íslandssögunni hefur sætt öðrum eins rógi og Davíð Oddsson; níðrógi. Hann var sem bjarg á ögurstundu í sögu íslenskrar þjóðar. Arkitektinn að því að sturta niður 7-8 þúsundum milljörðum „óreiðumanna“ með Neyðarlögunum sem einn forsetaframbjóðenda kallaði „fuck-the-foreigner-lögin“. Svo stóð hann vaktina í Icesave - ólíkt sumum öðrum,“ skrifar Hallur fyrir stundu. Hallur sem tíðrætt er um Icesave og ESB, enda skrifaði hann bók um sambandið, The Vultures Lair og lét þess svo getið í virðulegu viðtali um bókina að the Vulture „is lurking everywhere.“ Hallur slær svo botninn í sitt framlag á og er á léttum nótum: „Hann fær mitt atkvæði ... þó ekki væri nema fyrir krullurnar!“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi, var í viðtali um framboð sitt á Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var hann inntur eftir orðanotkun sem hann hafði viðhaft í Morgunblaðinu um Barack Obama en Davíð vildi kalla hann múlatta. Davíð útskýrði að þetta orð væri að finna í orðabók Marðar Árnasonar, ekkert væri athugavert við þetta orð, ekki frekar en hálfsystkin. „Það þýðir ekki að þau séu hálf. Það þýðir að þau séu hálfsystkin,“ sagði Davíð og gaf þannig lítið fyrir það að orðið gæti hugsanlega verið niðrandi. Og, sagði aðspurður hann alveg vísan með að kalla Obama, ef þeir hittust, múlatta, ef því væri að skipta.Eiríkur hefur sitthvað við málflutning Davíðs að athuga.Þessi orð hafa fallið í verulega grýttan jarðveg meðal ýmissa á Facebook, þar sem bent hefur verið á það að ekki séu bara þau orð að finna í orðabókum sem eru jákvæðra eiginda.„Sjitt“ er líka í orðabókinniEinn þeirra sem fettir fingur út í þennan skilning Davíðs er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor við HÍ og íslenskufræðingur: „heyrði að Davíð fannst í himnalagi að nota orðið „múlatti“ af því að það er „orð úr orðabókinni sem Mörður Árnason tók saman, nýrri orðabók“. Við þetta er nú margt að athuga. Í fyrsta lagi tók Mörður ekki saman orðabókina, heldur ritstýrði endurskoðun orðabókar sem Árni Böðvarsson tók saman fyrir rúmlega hálfri öld, þegar viðhorf til ýmissa orða var annað en nú. Skilgreiningin á „múlatti“ er síðan þá. Í öðru lagi lýsir þetta einhverjum grundvallarmisskilningi á eðli orðabóka. Þótt orð sé í orðabók táknar það ekki að hægt sé að nota það við hvaða aðstæður sem er. „Sjitt“ er líka í orðabókinni - varla myndi Davíð nota það við Obama.“Orðið er talið niðrandiEinhverjir hafa orðið til að benda á Wikipedia þar sem gerð er grein fyrir merkingu hugtaksins, hvernig það er til komið og hvers vegna litið er svo á að það teljist niðrandi. Og forseti læknadeildar, Magnús Karl Magnússon, gaukar þessu að vinum sínum á Facebook:„Fræðslumoli dagsins: Hvað kallast afkvæmi konu frá Íslandi og karls frá Súdan? Mér datt í hug að kíkja í líffræðibók; jú það kallast víst barn.“Steinunn Ólína er ein þeirra sem blöskrar frjálsleg notkun ritstjórans og forsetaframbjóðandans á orðinu múlatti.Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson nálgast þetta mál ekki af sömu yfirvegun og háskólamennirnir. Nema síður sé. Hann vísar til þessara ummæla um múlattann og hellir sér svo yfir Davíð: „Það var alvitað að Davíð Oddsson væri illa innrættur. En hann virðist líka bara vera hálfviti. Það er makalaust að formaður stjórnmálaflokks með 30 prósenta fylgi hafi lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Davíðs. Hvað ætli yrði um Vinstrihreyfinguna grænt framboð ef hún lýsti yfir stuðningi við framboð Hildar Þórðardóttur?“ Öðrum fjölmiðlamönnum sem blöskrar frjálsleg notkun Davíðs á orðinu múlatti er svo Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins: DO spurður hvort hann myndi nota orðið múlatti um Barack Obama : „Ef ég ætti að lýsa slíku fyrirbæri?“Davíð má sitja undir níðrógiEn, Davíð á ekki bara óvini á Facebook og einn einarðasti stuðningsmaður Davíðs þar er Hallur Hallsson rithöfundur. Hann var ánægður með sinn mann eins og hann birtist á skjá Ríkissjónvarpsins og finnst furðulegt hversu miklum rógi hann má sæta, eða níðrógi eins og Hallur kallar það:Hallur Hallsson er einn staðfastasti stuðningsmaður Davíðs og sér í honum vörn gegn óvinveittum öflum.„Davíð Oddsson áréttaði yfirburði sína og mannkosti í Kastljósi ... enginn einn maður í Íslandssögunni hefur sætt öðrum eins rógi og Davíð Oddsson; níðrógi. Hann var sem bjarg á ögurstundu í sögu íslenskrar þjóðar. Arkitektinn að því að sturta niður 7-8 þúsundum milljörðum „óreiðumanna“ með Neyðarlögunum sem einn forsetaframbjóðenda kallaði „fuck-the-foreigner-lögin“. Svo stóð hann vaktina í Icesave - ólíkt sumum öðrum,“ skrifar Hallur fyrir stundu. Hallur sem tíðrætt er um Icesave og ESB, enda skrifaði hann bók um sambandið, The Vultures Lair og lét þess svo getið í virðulegu viðtali um bókina að the Vulture „is lurking everywhere.“ Hallur slær svo botninn í sitt framlag á og er á léttum nótum: „Hann fær mitt atkvæði ... þó ekki væri nema fyrir krullurnar!“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira