Erlent

Stíga fyrsta skrefið í átt að afsögn Maduro

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maduro fagnaði á fundi með stuðningsmönnum sínum á dögunum en óvíst er hvort hann fagni þessum fyrsta áfanga.
Maduro fagnaði á fundi með stuðningsmönnum sínum á dögunum en óvíst er hvort hann fagni þessum fyrsta áfanga. vísir/epa
Landskjörstjórn Venesúela hefur tekið á móti 1,3 milljón undirskriftum íbúa landsins sem vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðlsa um hvort Nicolas Maduro, forseti landsins, þurfi að segja af sér eður ei.

AFP fréttaveitan segir frá. Óöld hefur ríkt í landinu undanfarna daga en skortur er á nauðsynjum á borð við mat og lyf. Verðbólga í landinu er í kringum 180 prósent og svartsýnustu menn óttast að hún gæti náð fjögurra stafa tölu í árslok.

Hávær krafa hefur verið uppi hjá hluta landsmanna þess efnis að Maduro segi af sér og hefur fyrsta skrefið, í löngu ferli, verið stigið í þá átt.

Íbúar í landinu telja tæplega þrjátíu milljónir. Til að unnt sé að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi setu forseta fari fram þarf í fyrsta lagi undirskrift 1,3 milljóna.

Síðan þurfa tvöhundruðþúsund þeirra sem rituðu undir að gefa sig fram og staðfesta að þeir hafi sannarlega ritað undir með því að gefa afrit af fingraförum sínum. Að endingu þar undirskrift fjögurra milljóna í viðbót til að kosningin geti farið fram. Það er því enn langt í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×