Handbolti

Kielce skellti stjörnuprýddu liði PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Kielce er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í handbolta eftir tveggja marka sigur á PSG, 28-26, í fyrri undanúrslitarimmu dagsins.

PSG byrjaði betur og leiddi meðal annars 8-6 þegar stundarfjórðungur var liðinn. Kielce gaf aldrei tommu eftir og staðan var jöfn í hálfleik 16-16.

Síðari hálfleikurinn var æsispennandi, en Kielce byrjaði betur í síðari hálfleik. Frönsku meistarnir voru þó ekki lengi að jafna metin og staðan var 23-23 þegar sjö mínútur voru eftir.

Á síðustu mínútunum reyndust Pólverjarnir sterkari, en þeir unnu að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Ótrúlegur sigur Pólverjanna.

Michal Jurecki var markahæstur hjá Kielce með fimm mörk, en hjá PSG var Mikkel Hansen með tíu mörk.

Slawomir Szmal varði fimmtán skot, en Omeyer varði sextán í marki PSG.

Kielce mætir annað hvort Veszprém eða Kiel í úrslitaleiknum á morgun, en þau mætast nú klukkan 16:00.

Róbert Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekk PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×