Lífið

Leysti þrjá Rubiks teninga blindandi: „Ert þú frá þessari plánetu?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta eru alvöru hæfileikar.
Þetta eru alvöru hæfileikar. vísir

Rúmeninn Flavian ferðaðist alla leið til Bretlands til að taka þátt í raunveruleikaþættinum Britain´s Got Talent. Hann er gæddur þeim hæfileika að geta leyst Rubik’s teninga og það blindandi og jafnvel með einni hönd.

Þegar Flavian mætti á sviðið í síðasta þætti af BGT voru dómararnir ekkert ýkja hrifnir en þegar atriði hans var búið voru þau öll orðlaus. Simon Cowell spurði drenginn t.d. „Ert þú frá þessari plánetu?“

Magnað atriði sem sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.