Handbolti

Íris Björk komin í frí

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íris Björk er hætt, allavega í bili.
Íris Björk er hætt, allavega í bili. vísir/stefán
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Íslandsmeistara Gróttu, hefur lagt skóna á hilluna, allavega í bili. Þetta staðfesti hún í samtali við Vísi nú rétt í þessu.

„Það er óákveðið hversu lengi ég ætla að taka mér frí, a.m.k. í eitt ár,“ sagði Íris sem átti líklega sitt besta tímabil í ár.

Hún segir tímasetninguna hentuga og gaman að skilja við Gróttuliðið á þessum tímapunkti, en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð með 23-28 sigri á Stjörnunni á sunnudaginn. Íris var frábær í leiknum og varði 20 skot (57%).

Íris segir þó líklegra en ekki að hún dragi skóna úr hillunni á einhverjum tímapunkti í framtíðinni.

„Það hefur venjulega reynst erfitt fyrir að mig að hætta,“ sagði Íris sem hefur leikið 67 A-landsleiki.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir mun væntanlega fylla skarð Írisar í marki Gróttu en hún lék sem lánsmaður með Haukum á nýafstöðnu tímabili.

„Hún er gríðarlega efnileg og er búin að standa sig vel í vetur,“ sagði Íris um eftirmann sinn í marki Íslandsmeistaranna.


Tengdar fréttir

Grótta toppaði á réttum tíma

Grótta varði Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna handbolta en liðið lagði Stjörnuna, 3-1, í lokaúrslitum Olís-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×