Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. maí 2016 18:32 Birgir Jakobsson landlæknir. VÍSIR/STEFÁN Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir. Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira