Sigurður Einarsson: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2016 14:57 Sigurður Einarsson segist hafa verið að verjast ágangi fólks sem hafi komið inn á einkaeign í leyfisleysi. Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig? Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Svo virðist sem slegið hafi í brýnu á milli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, og vegfarenda í Borgarfirði á dögunum. Vegfarendurnir voru staddir við sumarhús í Norðurárdal, sem áður var í eigu Sigurðar, þegar þeir mættu Sigurði sjálfum, og Ólafi Ólafssyni fjárfesti. Um er að ræða stórhýsi sem Sigurður lét byggja fyrir hrun. Það er um 840 fermetrar að stærð, með fimmtíu fermetra vínkjallara og tvöföldum bílskúr, svo fátt eitt sé nefnt. Í myndbandi sem fólkið birti á netinu í vikunni má heyra Sigurð hóta því barsmíðum, yfirgefi það ekki svæðið. Sigurður sagði fólkið í óleyfi og kom til orðaskak á milli þeirra, samkvæmt myndbandinu.Framkvæmdir hófust fyrir hrun, en sumarhúsið er hið glæsilegasta.vísir/gvaFreyr Einarsson, talsmaður Sigurðar, segir fólkið hafa komið inn á svæðið í óleyfi. Það sé girt af og að skýrt komi fram að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. „Fólkið var þarna að mynda inn um rúðurnar og þetta er auðvitað bara innrás á friðhelgi einkalífsins. Þarna er allt girt af og svæðið er læst með hliði, þannig að fólkið hefur farið yfir hliðið og inn á þessa einkaeign,“ segir Freyr í samtali við Vísi. Sigurður var í febrúar í fyrra dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu svokallaða. Hann var fyrr í þessum mánuði látinn laus úr fangelsi og dvelur nú á Vernd, áfangaheimili í Reykjavík, þar sem hann verður þar til hann fer heim og verður undir rafrænu eftirliti. Freyr segir Sigurð hafa eftirlit með húsinu. Það sé í eigu vinar hans sem búsettur sé erlendis. „Hann er auðvitað inni á Vernd en þarna hafði hann bara tekið sunnudagsrúnt að bústaðnum, til að kanna stöðuna á eigninni fyrir eiganda hennar.“ Orðrétt segir Sigurður í myndbandinu: „Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.“ –Freyr segir enga hótun hafa verið fólgna í orðum Sigurðar, hann hafi einungis verið að verja sig frá ágangi fólksins. „Eins og sést í myndbandinu er hann allur hinn rólegasti þó hann muldri þessa setningu. Hann hefur enga ógnandi tilburði þó þessi orð hafi auðvitað verið óheppileg, en hann lítur á þetta sem innbrot,“ segir Freyr og bætir við að fólkið hafi sýnt mjög ögrandi hegðun. Einkahlutafélagið Veiðilækur var stofnað utan um framkvæmdir Sigurðar í Borgarfirði, en árið 2011 var nafninu breytt og skipt um eigendur. Félagið heitir nú Rhea en ekki liggur fyrir hverjir nýju eigendurnir eru. Freyr segir húsið ekki í eigu Sigurðar.Uppfært klukkan 19:29Myndbandið hefur verið fjarlægt af YouTube. Að neðan má sjá uppskrifuð samskipti vegfarandans við Sigurð.Vegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þigVegfarandi: Hvað heitirðu?Sigurður: Farðu svo ég þurfi ekki að berja þig.Vegfarandi: Ha?Sigurður: Farðu.Vegfarandi: Svo þú þurfir ekki að berja mig?
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira