Jón Axel fer í sama skóla og Stephen Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 13:00 Jón Axel Guðmundsson og Stephen Curry Vísir/Stefán og Getty Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. „Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr með Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn," sagði Jón Axel í viðtali við karfan.is. Davidson komst í aðra umferð úrslitakeppninnar NCAA í fyrra en komst ekki í hana í ár. Liðið vann 20 af 33 leikjum sínum á tímabilinu. Davidson-skólinn hefur alls komist þrettán sinnum í 64 liða úrslit NCAA en komst lengt í átta liða úrslitin árið 2008 þegar Stephen Curry, núverandi besti leikmaður NBA-deildarinnar, fór á kostum. Stephen Curry er nú orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og spilar með Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari og getur í kvöld bætt metið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili í NBA. Golden State er þegar búið að jafna met Chicago Bulls frá 1995-96. „Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með topp 10 flottustu "Campus" í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógramm og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna." sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is Jón Axel Guðmundsson átti fínt tímabil með Grindavík þótt að ekki hafi gengið nógu vel hjá liðinu sjálfu. Hann var með 15,8 stig, 8,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á." sagði Jón Axel í fyrrnefndu viðtali. Stephen Curry lék með Davidson í þrjá vetur eða frá 2006 til 2009. Hann var með 25,3 stig, 4,5 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í 104 leikjum með skólanum og endaði sem stigahæsti leikmaður háskólaboltans 2008-09. Enginn hefur skorað fleiri stig í sögu skólans. Dominos-deild karla NBA Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum næstu fjögur árin en strákurinn gat valið úr mörgum skólum sem vildu fá hann til sín. „Þetta voru allt áhugaverðir skólar sem höfðu samband en það sem stóð upp úr með Davidson. Eftir heimsóknina mína til þeirra urðu þeir svona vænlegasti kosturinn," sagði Jón Axel í viðtali við karfan.is. Davidson komst í aðra umferð úrslitakeppninnar NCAA í fyrra en komst ekki í hana í ár. Liðið vann 20 af 33 leikjum sínum á tímabilinu. Davidson-skólinn hefur alls komist þrettán sinnum í 64 liða úrslit NCAA en komst lengt í átta liða úrslitin árið 2008 þegar Stephen Curry, núverandi besti leikmaður NBA-deildarinnar, fór á kostum. Stephen Curry er nú orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og spilar með Golden State Warriors sem er núverandi NBA-meistari og getur í kvöld bætt metið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili í NBA. Golden State er þegar búið að jafna met Chicago Bulls frá 1995-96. „Þetta er gríðarlega sterkur námsskóli, með topp 10 flottustu "Campus" í Bandaríkjunum, gott körfuboltaprógramm og eftir tveggja daga ferð fannst ég mér strax vera orðinn hluti af hópnum var eitthvað sem fann ekki fyrir í öðrum heimsóknum. Það skemmir líka ekki að Stephen Curry hafi verið þarna." sagði Jón Axel í viðtali við Karfan.is Jón Axel Guðmundsson átti fínt tímabil með Grindavík þótt að ekki hafi gengið nógu vel hjá liðinu sjálfu. Hann var með 15,8 stig, 8,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Þjálfarinn talar um eins og ég eigi að koma og spila bakvörð og verð þá ás eða tvistur eins og fólk þekkir. Þeir spila mikið með tvo bakverði inná og vill hann að ég sé tilbúinn að spila með boltann í höndunum og án boltans. Þeir spila mjög evrópskan bolta og hraðan sem heillar mig mjög mikið og er bolti sem ég vill spila. Hann segir að leiðin sé greið fyrir mig og ef ég stend mig þá er byrjunarliðssæti laust þar sem einn bakvörður er að útskrifast og auðvitað er það eitthvað sem maður stefnir á." sagði Jón Axel í fyrrnefndu viðtali. Stephen Curry lék með Davidson í þrjá vetur eða frá 2006 til 2009. Hann var með 25,3 stig, 4,5 fráköst og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í 104 leikjum með skólanum og endaði sem stigahæsti leikmaður háskólaboltans 2008-09. Enginn hefur skorað fleiri stig í sögu skólans.
Dominos-deild karla NBA Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira