Innlent

Bændur samþykkja búvörusamninga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kúabændur og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búvörusamninga.
Kúabændur og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búvörusamninga. Vísir/Stefán

Kúabændur og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búvörusamninga sem skrifað var undir 19. febrúar.

Atkvæði féllu þannig um sauðfjársamning að 60,4 prósent kjósenda samþykktu samninginn. 37,3 prósent höfnuðu sauðfjársamningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3 prósent atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8 prósent.

Atkvæði féllu þannig um nautgripasamning að 74,7 prósent kjósenda samþykktu samninginn. 23,7 prósent höfnuðu samningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 1,6 prósent atkvæða. Alls voru 1244 á kjörskrá og 881 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka kúabænda var 70,8 prósent

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar. Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023.

Tekist hefur verið á um samninginn undanfarnar vikur. Forsætisráðherra segir að með nýjum búvörusamningum sé verið að leitast við að bæta starfsaðstöðu bænda og gera þeim kleift að sækja fram. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt búvörusamninginn segja hann glórulausan fjáraustur.


Tengdar fréttir

Búvörusamningurinn verðtryggður

Verði meðalvísitala neysluverðs önnur en verðlagsuppfærsla fjárlaganna á að leiðrétta í fjárlögum næsta árs á eftir.

Verja 132 milljörðum í landbúnað á tíu árum

Ríkið hyggst leggja 132 milljarða króna í styrki til landbúnaðar næsta áratug samkvæmt nýjum búvörusamningi sem undirritaður var í gær. Árlegt framlag hækkar um 900 milljónir. Umbreytingasamningur segir landbúnaðarráðherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira