Handbolti

Þessi skot Gensheimers eru engu lík | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Uwe Gensheimer, vinstri hornamaður Rhein-Neckar Löwen og þýska landsliðsins, er með eina mögnuðustu skottæknina í handboltanum í dag.

Reglulega birtast myndbönd frá æfingum Ljónanna þar sem Gensheimer gerir grín að markvörðum liðsins með hreint ótrúlegum skotum.

Gensheimer sýndi snúningsskotið, sem hann er búinn að gera frægt, á æfingu liðsins um helgina. Greyið Mikael Appelgren, sænski landsliðsmarkvörðurinn, þarf alltaf að reyna að verja þessi ótrúlegu skot með litlum árangri.

Nýjusta myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan, en hér að neðan má sjá tvö önnur myndbönd frá æfingum Löwen þar sem Gensheimer sýnir gullúlnliðinn í verki.

La muñeca de Uwe

¿Realidad o ficción? El truco de mágia de Uwe Gensheimer....

Posted by Handbol 100 x 100 on Friday, February 12, 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira