Viðskipti innlent

Landsliðstreyjan margfalt ódýrari á AliExpress

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Oliver Sigurjónsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Rakel Hönnudóttir í nýju búningunum.
Oliver Sigurjónsson, Gunnleifur Gunnleifsson og Rakel Hönnudóttir í nýju búningunum. vísir/vilhelm
Hægt er að kaupa eftirlíkingu af nýju íslensku knattspyrnulandsliðstreyjunni á vefsíðunni aliexpress.com á brotabrot þess sem hún kostar hér heima. Fyrst var sagt frá málinu á vef Ríkisútvarpsins.

Ódýrustu treyjurnar fyrir fullorðna kosta tæpa fjórtán dollara eða tæpar 2.000 íslenskar krónur. Þær dýrustu kosta um 3.000 en á þær er hægt að láta prenta nafn og númer aftan á þær. Sé treyjan keypt hér heima kostar hún tæpar 12.000 krónur en óvíst er hvort gæðin á þeim séu sambærileg. Treyjur fyrir börn er hægt að nálgast á um þúsund krónur.

Treyjan sem Ísland mun leika í á Evrópumótinu í sumar var kynnt í gær en skiptar skoðanir hafa verið um ágæti hönnunar hennar líkt og Vísir hefur fjallað um. Það er ekki í fyrsta skipti sem fólk hefur skoðun á nýrri landsliðstreyju en hið sama var upp á teningnum árið 2014.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×