Enski boltinn

Bilic vill semja ljóð um Payet

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Payet fagnar í gær.
Payet fagnar í gær. vísir/getty

Frammistaða Dimitri Payet með West Ham í vetur er slík að stjórinn hans vill fara að yrkja til hans.

Payet var geggjaður í 5-1 sigri West Ham á Blackburn í ensku bikarkeppninni í gær. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt mark til viðbótar.

„Ég þarf að fara á ljóðanámskeið svo ég geti lýst því almennilega hvað hann er mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Slaven Bilic, stjóri West Ham, eftir leikinn.

Payet kom síðasta sumar til félagsins frá Marseille fyrir 10 milljónir punda. Hann er búinn að skora átta mörk og leggja upp níu í 25 leikjum.

Hann hefur slegið í gegn í enska boltanum og skrifaði undir nýjan fimm og hálfs árs samning í síðasta mánuði.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira