Handbolti

Enn einn risasigurinn hjá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón í leik með Barcelona.
Guðjón í leik með Barcelona. vísir/epa

Guðjón Valur Sigurðsson var með 100 prósent skotnýtingu í kvöld er Barcelona vann einn sigurinn í spænsku deildinni.

Að þessu sinni lagði Barcelona lið Aragon, 40-19.

Guðjón Valur skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og komu öll mörkin hans snemma leiks.

Aleix Gomez Abello var markahæstur í liði Barcelona með 9 mörk í 10 skotum. Jesper Nöddesbor skoraði fimm mörk í leiknum.

Gonzalo Perez de Vargas varði 11 skot í marki Barcelona og Danjel Saric varði sex.

Barcelona er búið að vinna alla sautján leiki sína í deildini.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira