Handbolti

Enn einn risasigurinn hjá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón í leik með Barcelona.
Guðjón í leik með Barcelona. vísir/epa

Guðjón Valur Sigurðsson var með 100 prósent skotnýtingu í kvöld er Barcelona vann einn sigurinn í spænsku deildinni.

Að þessu sinni lagði Barcelona lið Aragon, 40-19.

Guðjón Valur skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum og komu öll mörkin hans snemma leiks.

Aleix Gomez Abello var markahæstur í liði Barcelona með 9 mörk í 10 skotum. Jesper Nöddesbor skoraði fimm mörk í leiknum.

Gonzalo Perez de Vargas varði 11 skot í marki Barcelona og Danjel Saric varði sex.

Barcelona er búið að vinna alla sautján leiki sína í deildini.
Fleiri fréttir

Sjá meira