Handbolti

Ljónin í engum vandræðum með Göppingen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexander í leik með Löwen.
Alexander í leik með Löwen. vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen vann auðveldan útisigur, 26-19, á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Staðan í hálfleik var 13-9 og var sigur Ljónanna aldrei í hættu. Andy Schmid var frábær í liðið Löwen og skoraði 11 mörk. Alexander Petersson gerði eitt mark fyrir Ljónin í dag en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Hjá Göppingen var Marcel Schiller með sex mörk. Rhein-Neckar Löwen er í efsta sæti deildarinnar, rétt á undan Kiel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira