Handbolti

Ljónin í engum vandræðum með Göppingen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alexander í leik með Löwen.
Alexander í leik með Löwen. vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen vann auðveldan útisigur, 26-19, á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Staðan í hálfleik var 13-9 og var sigur Ljónanna aldrei í hættu. Andy Schmid var frábær í liðið Löwen og skoraði 11 mörk. Alexander Petersson gerði eitt mark fyrir Ljónin í dag en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Hjá Göppingen var Marcel Schiller með sex mörk. Rhein-Neckar Löwen er í efsta sæti deildarinnar, rétt á undan Kiel.
Fleiri fréttir

Sjá meira