Golf

Öskubuskuævintýri á Pebble Beach - Vaughn Taylor sigraði á AT&T

Taylor fagnar ásamt fjölskyldu sinni í nótt.
Taylor fagnar ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Getty

Vaughn Taylor kom öllum á óvart og sigraði á AT&T mótinu sem fram fór á Pebble Beach en hann lék lokahringinn á 66 höggum, sex undir pari og skaust upp fyrir Phil Mickelson sem endaði í öðru sæti.

Taylor rétt komst inn í mótið eftir að Svíinn Carl Petterson dró sig úr keppni á síðustu stundu, og nýtti tækifærið sitt svo sannarlega vel.

Grunnurinn að sigrinum voru fjórir fuglar á seinni níu holunum í gærkvöldi en þetta er í þriðja sinn sem Taylor sigrar í móti á PGA-mótaröðinni og í fyrsta sinn í 11 ár.

Fyrir sigurinn fær hann rúmlega 140 milljónir króna sem verður að tejast gott fyrir kylfing sem hefur leikið á Web.com mótaröðinni undanfarið með misjöfnum árangri.

Taylor segir þó að peningarnir skipti ekki öllu en með sigrinum fær hann atvinnuöryggi á PGA-mótaröðinni næstu tvö árin ásamt þátttökurétt á Masters mótinu sem hefur verið draumur þessa 39 ára Bandaríkjamanns undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira