Fótbolti

United tapaði í Herning | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Anthony Martial í leiknum í kvöld.
Anthony Martial í leiknum í kvöld. vísir/getty
Manchester United heldur áfram að valda stuðningsmönnum sínum ævintýralegum vonbrigðum, en liðið tapaði fyrir Midtjylland í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Varnarleikur Manchester United var ekki til útflutnings í kvöld, en liðið komst yfir með marki Memphis Depay á 37. mínútu skömmu eftir að Danmerkurmeistararnir klúðruðu dauðafæri.

United hélt ekki forskotinu út hálfleikinn því Pione Sisto jafnaði metin á 44. mínútu með skoti sem Sergio Romero, markvörður Manchester United, hefði að öllum líkindum átt að verja.

Romero stóð vaktina í marki Manchester United í kvöld vegna meiðsla Davids De Gea sem spænski markvörðurinn varð fyrir í upphitun.

Leikurinn var opinn og skemmtilegur í seinni hálfleik. Danmerkurmeistararnir fengu sín færi og skoruðu sigurmarkið á 77. mínútu þegar Paul Onuachu skoraði með skoti fyrir utan teig, 2-1.

United þarf að vinna 1-0 sigur á heimavelli sínum til að fara áfram, en glæsileg úrslit hjá Midtjylland í lang stærsta leik félagsins frá upphafi.

Memphis kemur United í 0-1: Pione Sisto jafnar í 1-1: Sigurmark Midtjylland:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×