Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool gætu labbað út í miðjum leik á laugardag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool. Vísir/Getty

Stuðningsmannafélög Liverpool eru að skipuleggja mótmæli í næsta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni sem er á móti Sunderland á laugardaginn.

Ætlunin er að labba út á 77. mínútu leiksins til að mótmæla miðaverði í nýju stúkuna á Anfield en miðarnir fara frá því að kosta 59 pund upp í að kosta 77 punda.

Stuðningsmannafélögin er ekki bara mjög ósátt við þessu hækkun á miðaverði heldur einnig að eigendur félagsins gefi engar skýringar á þessu.

Stuðningsmenn Liverpool óttast það að hækkun á miðaverðinu hafa þær afleiðingar að samsetning áhorfenda breytist á Anfield og um leið sé hætt á því að hið rómaða andrúmsloft á vellinum heyri brátt sögunni til.

BBC segir frá málinu á heimasíðu sinni og þar má einnig finna yfirlýsingar frá stuðningsmannafélögunum varðandi þetta mál.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira