Tónlist

Emilíana Torrini kemur í fyrsta skipti fram á Aldrei fór ég suður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Söngkonan Emilíana Torrini.
Söngkonan Emilíana Torrini. vísir/getty

Söngkonan Emilíana Torrini kemur fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði nú um páskana. Er þetta í fyrsta skipti sem hún treður upp á hátíðinni en frá þessu er greint á heimasíðunni aldrei.is.
 
Þar er einnig tilkynnt um nokkra aðra tónlistarmenn sem munu koma fram á AFÉS en þar eru meðal eru söngkonan Glowie, hljómsveitin Sykur og rapparinn GKR.

Þá mun raftónlistarmaðurinn Tonik Ensemble einnig skemmta hátíðargestum en áður hefur verið sagt frá því að hljómsveitir á borð við Risaeðluna, Úlf Úlf, Agent Fresco og Strigaskó nr. 42 muni troða upp á AFÉS.

Hátíðin fer fram um páskana venju samkvæmt og verður því dagana 24.-27. mars. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.