Körfubolti

Caird ekki meira með FSu vegna meiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Caird kemur ekki meira við sögu á tímabilinu.
Caird kemur ekki meira við sögu á tímabilinu. vísir/ernir
Chris Caird er úr leik hjá nýliðum FSu í Domino's deild karla í körfubolta.

Caird glímir við meiðsli í mjöðm og er á leið í aðgerð og verður þ.a.l. ekki meira með á tímabilinu. Þetta kemur fram á Karfan.is.

Caird lék sinn síðasta leik með FSu þetta tímabilið þegar liðið tapaði 78-103 fyrir Haukum í Iðu í gær. Caird kom af bekknum og skilaði 17 stigum og átta fráköstum.

Þetta er mikil blóðtaka fyrir nýliðana en Caird hefur átt gott tímabil og er með 19,4 stig, 7,4 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Staða FSu er orðin ansi slæm en annar lykilmaður liðsins, Ari Gylfason, er einnig á sjúkralistanum.

Selfyssingar eru í 11. og næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig, fjórum stigum minna en ÍR sem er í sætinu fyrir ofan. Þá eru Breiðhyltingar með betri árangur í innbyrðis viðureignunum gegn FSu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×