Körfubolti

Tólf spor saumuð í hendi Justins | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse hleypur hér alblóðugur af velli.
Justin Shouse hleypur hér alblóðugur af velli.

Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, fór upp á sjúkrahús í miðjum leik Þórs og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í Þorlákshöfn.

Justin Shouse fékk stóran skurð á skothöndina eftir að hafa dottið á auglýsingaskilti við hliðarlínu vallarins. Það fossblæddi strax úr honum og Marvin Valdimarsson, sem gat ekki spilað með Stjörnunni vegna meiðsla, fór strax með hann upp á sjúkrahús.

Samkvæmt heimildum Vísi þá þurfti að sauma tólf spor í hendi Justins sem hefur þó ágætan tíma til að jafna sig. Næst á dagskrá eru bikarúrslit og næsti leikur Stjörnunnar er ekki fyrr en eftir tíu daga.

Justin Shouse var stigalaus á þeim tíu mínútum sem hann spilaði í fyrsta leikhlutanum en atvikið gerðist undir lok hans.

Stjörnumenn náðu að landa góðum útisigri án Justins en Stjarnan vann leikinn 94-87 þar sem hinn öflugi Al'lonzo Coleman var með 41 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Justin Shouse meiddi sig í kvöld. Þar sést líka þegar Marvin rýkur af stað með hann.

Justin fær slæman skurð í Þorlákshöfn

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.