Handbolti

Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM.

Á þriðjudaginn féll Ísland úr leik eftir riðlakeppni EM í Póllandi eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu.

Var þetta versti árangur Íslands á EM í tólf ár en framtíð Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara var mikið til umræðu eftir það og í dag kom í ljós að HSÍ leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson var á fundinum og sagði frá því sem gerðist á honum. Það er því hægt að lesa um hvernig fundurinn gekk fyrir sig hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017.

Aron hættir með landsliðið

Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira