Erlent

Ung kona stungin til bana í Svíþjóð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi í dag. Um er að ræða miðstöð fyrir hælisleitendur á aldrinum fjórtán til sautján ára.
Frá vettvangi í dag. Um er að ræða miðstöð fyrir hælisleitendur á aldrinum fjórtán til sautján ára. vísir/epa

Tuttugu og tveggja ára kona var í dag stungin til bana í miðstöð fyrir unga hælisleitendur í Molndal, skammt frá Gautaborg, í Svíþjóð. Árásarmaðurinn, sem er fimmtán ára hælisleitandi, var handtekinn síðdegis.

Starfsmönnum og íbúum tókst að yfirbuga piltinn og kalla til lögreglu en konan lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í bænum. Miðstöðinni hefur verið lokað tímabundið og íbúar fluttir um set.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti staðinn nokkrum klukkustundum eftir morðið. Hann sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla að um væri að ræða „hryllilegan glæp“ og sagðist óttast að þeir yrðu fleiri.

Konan var starfsmaður í miðstöðinni, en ekki hefur verið greint frá nafni hennar né þjóðerni.

Málið er í rannsókn lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira