Handbolti

Strákarnir hans Dags fá svefntöflur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kurt Steuer hugar hér að leikmanni þýska landsliðsins á EM í Póllandi.
Kurt Steuer hugar hér að leikmanni þýska landsliðsins á EM í Póllandi. Vísir/Getty

Kurt Steuer, læknir þýska landsliðsins í handbolta, gefur leikmönnum liðsins svefntöflur ef þeir eiga í vandræðum með svefn eftir leiki.

Þetta segir hann í viðtali við vefsíðu þýska götublaðsins Bild í dag en Þýskaland hefur slegið í gegn á EM í Danmörku þrátt fyrir að landsliðsþjálfarinn Dagur Sigurðsson hafi misst út marga leikmenn vegna meiðsla.

Sjá einnig: Dagur: Við gefumst ekki upp

„Margir af strákunum eiga í vandræðum með að sofna eftir leiki og liggja andvaka til þrjú eða fjögur á nóttinni. Ef þeir óska eftir því fá þeir eitthvað sem hjálpar þeim að sofna,“ var haft eftir Steuer.

Svefnlyfið er lyfseðilsskylt en er ekki á lista yfir ólögleg lyf. Og það er sterkara en gengur og gerist.

„Hefðbundin svefnlyf virka í mörgum tilvikum ekki hjá leikmönnum. Adrenalínið er á fullu hjá þeim eftir leiki og þá þarf eitthvað meira til að svæfa þá,“ bætti læknirinn við.

Þýskaland mætir Danmörku á morgun og á möguleika á að sæti í undanúrslitunum. Steuer er fullviss um að það gæti skipt sköpum að leikmenn séu úthvíldir. „Við verðum hættulegri eftir því sem líður á mótið. Önnur lið fara hins vegar að finna fyrir því að þau eru ekki jafn fersk í þriðja leik í millriðli.“


Tengdar fréttir

Æsispennandi sigur Þýskalands

Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira