Handbolti

„Guðmundur á að halda starfinu“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Dan Philipsen segir í pistli sínum á vef TV 2 í Danmörku að Guðmundur Guðmundsson eigi þrátt fyrir allt að halda starfi sínu sem landsliðsþjálfari Danmerkur.

Dönum mistókst að komast í undanúrslit á EM í Póllandi eftir tap fyrir Þýskalandi í dag og jafntefli gegn Svíum í gær. Fram að því hafði Danmörk unnið alla leiki sína á mótinu.

Sjá einnig: Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt?

„Fíaskó. Versta orð sem íþróttamaður getur fengið í andlitið eftir keppni. En það er ekki hægt að komast hjá því - EM 2016 verður ávallt minnst sem fíaskó fyrir danska landsliðið,“ skrifaði Philipsen.

Hann rifjar upp að Guðmundur hafi uppskorið mikið hrós eftir sigur Dana á Spánverjum á sunnudag og að hann sé enn góður þjálfari. Hann eigi hins vegar enga innistæðu lengur sem landsliðsþjálfari eftir að hafa mistekist að koma einu besta landsliði heims í undanúrslitum á tveimur stórmótum í röð.

Sjá einnig: Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir

„Örlög landsliðsþjálfarans ráðst í vor þegar Danmörk tekur þátt í forkeppni Ólympíuleikanna. Ef Danmörk fer ekki í Ríó er þetta búið fyrir Guðmund Guðmundsson. Hann þyrfti þá að víkja.“

Lestu pistilinn í heild sinni hér.Fleiri fréttir

Sjá meira