Handbolti

Guðmundur: Vil meira drápseðli í danska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni í kvöld.
Guðmundur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/EPA
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, segir að hann hafi ákveðið að fjárfesta í framtíð landsliðsins með því að leyfa minni spámönnum að spila stórt hlutverk í leiknum gegn Frakklandi um fimmta sætið á EM í Póllandi í kvöld.

Frakkar unnu leikinn, 29-26, og niðurstaðan sjötta sætið fyrir Danmörku sem er versti árangur Dana á heims- eða Evrópumeistaramóti í ellefu ár. Þetta er einnig í annað skipti á undanförnum fjórtán árum sem að Danir vinna ekki til verðlauna á Evrópumeistaramóti.

Sjá einnig: Frakkar lögðu Dani

Danmörk gerði jafntefli við Svíþjóð í næstsíðasta leik í millriðlinum og tapaði svo fyrir Þýskalandi sem gerði það að verkum að liðið komst ekki í undanúrslit.

„Ég hef rætt við strákana um þessa tvo leiki og við verðum að skoða okkur sjálfa,“ sagði Guðmundur við fréttamenn eftir leikinn í kvöld. „Af hverju endaði þetta svona? Af hverjum kláruðum við ekki þessa leiki.“

„Við hleyptum Svíum inn í leikinn með tveimur slæmum köflum. Það voru síðustu tvær mínúturnar í fyrri hálfleik og síðustu tvær mínútur leiksins. Í bæði skiptin skora Svíar þrjú mörk. Það gera samtals sex mörk. Það er ég afar óánægður með.“

„Ég vil sjá meira drápseðli þegar leikurinn er í húfi. Það skorti okkur bæði gegn Svíþjóð og Danmörku. Ef við viljum að smáatriðin falli okkur í vil þá verðum við að leggja enn meira á okkur. Þetta sagði ég við drengina.“

Guðmundur ætlar nú að taka sér vikufrí áður en hann hefur undirbúninginn fyrir forkeppni Ólympíuleikana í apríl.


Tengdar fréttir

Frakkar lögðu Dani

Enda í fimmta sæti. Danmörk, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, vann ekki síðustu þrjá leiki sína á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×