Fótbolti

Myanmar og Tógó elska Kevin de Bruyne

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Er Kevin de Bruyne besti knattspyrnumaður heims?
Er Kevin de Bruyne besti knattspyrnumaður heims? vísir/getty

Atkvæðaseðlarnir í kjörinu um Gullboltann eru margir hverjir nokkuð skrautlegir. Vísir skoðaði það helsta sem vakti athygli.

Vincent Kompany, fyrirliði belgíska landsliðsins, setti landa sinn Eden Hazard í efsta sætið og annan landa sinn, Kevin de Bruyne í annað sætið. Messi varð þriðji hjá honum og því lakari en hinir tveir að mati Kompany.

Fyrirliði Máritaníu var aftur á móti því að Javier Mascherano væri sá besti í heimi. Hann var ekki einn á þeirri skoðun því fyrirliði norska landsliðsins var á sama máli.

Fyrirliði Vanuatu var með einn frumlegasta seðillinn þar sem hvorki var pláss fyrir Messi né Ronaldo. Þar var Paul Pogba efstur og svo komu þeir Thomas Müller og Alexis Sanchez.

Þjálfari Amerísku Samóa-eyjanna setti Alexis Sanchez í efsta sætið, Lewandowski annan og Neymar í þriðja. Þjálfari indverska landsliðsins kaus einnig Sanchez. Þjálfari Cook-eyja var aftur á móti hrifnastur af Gareth Bale. Það kom einnig lítið á óvart að þjálfari Wales, Chris Coleman, skildi setja Bale á toppinn.

Þjálfari Myanmar er mikill aðdáandi Kevin de Bruyne og skellti honum í toppsætið. Þjálfari Tógó gerði slíkt5 hið sama.


Tengdar fréttir

Heimir og Aron kusu Ronaldo

Lionel Messi gerði ekki nóg á síðasta ári til þess að heilla annan landsliðsþjálfara Íslands sem og fyrirliða landsliðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira