Enski boltinn

Jóhann Berg og félagar ætla að endurgreiða stuðningsmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg, lengst til hægri, í leiknum í gær.
Jóhann Berg, lengst til hægri, í leiknum í gær. Vísir/Getty

Johnnie Jackson, fyrirliði enska B-deildarliðsins Charlton, segir að leikmenn liðsins ætli að endurgreiða þeim stuðningsmönnum sem mættu á leik liðsins gegn Huddersfield í gær.

Huddersfield vann leikinn, 5-0, og segir Jackson að frammistaða liðsins hafi verið óásættanleg.

„Ég vil fyrir hönd leikmannanna biðjast afsökunar. Þetta var til skammar,“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína og bætti við að leikmenn í samstarfi við félagið muni endurgreiða þeim 166 stuðningsmönnum Charlton sem fóru á leikinn fyrir miðann sinn.

Charlton hefur nú spilað níu leiki í röð án þess að vinna og eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Charlton í gær og spilaði fyrstu 74 mínúturnar í leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira