Enski boltinn

Van Gaal verður rekinn ef hann tapar fyrir Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal er í sjóðheitu sæti.
Louis van Gaal er í sjóðheitu sæti. vísir/getty

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, verður rekinn frá störfum ef liðið tapar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Þessu heldur enska blaðið The Times fram í dag, en United er komið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn næst neðsta liðinu Newcastle á þriðjudaginn.

Van Gaal var í miklum vandræðum um jólin þegar liðið gat ekki unnið leik, en ensk blöð héldu því þá fram að Hollendingurinn yrði rekinn ef hann ynni ekki annað hvort Chelsea eða Stoke.

United tapaði fyrir Stoke en gerði svo jafntefli við Chelsea á heimavelli. Þrátt fyrir mikla pressu frá stuðningsmönnum ákvað stjórn Manchester United að halda tryggð við Van Gaal og ekki nýta sér að José Mourinho er á lausu.

Van Gaal er nú aftur kominn á rauða svæðið og gæti hann misst starfið ef liðið tapar fyrir erkifjendunum úr Bítlaborginni á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira